7 færslur fundust merktar „karolina fund“

Ólöf Arnalds.
Ólöf Arnalds safnar fyrir útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar
Fyrsta plata Ólafar Arnalds frá árinu 2014 er í burðarliðnum. Hún er búin að semja lögin fyrir hana en safnar fyrir upptöku og útgáfu hennar á Karolina fund. Nýja platan mun heita „Tár í morgunsárið“ og verður á íslensku.
24. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
4. desember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
27. nóvember 2022
Hávær ljóð með Drinni & The Dangerous Thoughts á vínyl
Drinni gaf í sumar út plötu um hatur á morgnum, óhjákvæmilegan dauðann og eymdina þar til hann loksins kemur. En líka með smá húmor. Hann safnar fyrir útgáfu plötunnar á vínyl á Karolina Fund.
6. nóvember 2022
Vill gefa út valdeflandi feminískt verk á fagurblárri kassettu
Platan Lipstick On með Fríðu Dís Guðmundsdóttur kom nýverið út. Hún safnar nú fyrir útgafú hennar á vínyl og kasettu á Karolina Fund.
16. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
2. október 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
25. september 2022